Upplýsingar um kjarasamning Framsýnar/SGS og Samtaka atvinnulífsins

Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýja upplýsingasíðu um nýja kjarasamninginn sem inniheldur öll helstu atriði samningsins á íslensku, ensku og pólsku, ásamt ýmsu öðru kynningarefni. Hluti af kynningarefninu er enn í þýðingu og kemur inn á síðuna um leið og það er klárt. Upplýsingasíða SGS um nýjan kjarasamning: https://www.sgs.is/kaup-kjor/kjarasamningar/kjarasamningar-2019/

Í þessum skrifuðu orðum er verið að útbúa sérstaka síðu vegna atkvæðagreiðslunnar og fer hún í loftið á morgun. Hægt er að greiða atkvæði um samninginn í gegnum framsyn.is um leið og búið verður að útbúa kosningasíðuna. Síðan verður klár hjá Framsýn á föstudagsmorgun.