Verslunar og skrifstofufólk – fundarboð

Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar boðar til kynningarfundar um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Framsýnar sem undirritaður var 3. apríl. Fundurinn verður haldinn í fundarsal stéttarfélaganna föstudaginn 12. apríl kl. 20:00. Félagar fjölmennið.

Þá er rétt að geta þess að atkvæðagreiðslan um samninginn verður rafræn og munu félagsmenn fá kjörgögn heim til sín í pósti.

Framsýn stéttarfélag