Nýr kjarasamningur SGS og SA hefur verið undirritaður. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson hefur staðið í ströngu við samningaborðið undanfarið. Þrátt fyrir að um mikinn áfanga sé að ræða er samningatörninni ekki lokið. Enn er til dæmis ekki búið að ljúka nýjum sérkjarasamning við PCC BakkiSilicon sem til stendur að vinna í áfram. Auk þess sem fleiri samningar eru lausir um þessar mundir. Formaður Framsýnar mun því dvelja í Reykjavík áfram en er væntanlegur heim á sunnudaginn.
Hér að neðan má sjá allra helstu þætti nýs samnings:
- Kjarasamningarnir gilda frá 1. apríl 2019 – 1. nóvember 2022
- Krónutöluhækkanir – 17 þúsund kr. hækkun á öll mánaðarlaun 1. apríl 2019
- Lægstu laun hækka mest, en um er að ræða 30% hækkun á lægstu taxta
- Aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans
- Eingreiðsla upp á 26 þúsund kr. sem kemur til útborgunar í byrjun maí 2019
- Skilyrði sköpuð fyrir verulegri vaxtalækkun á samningstímanum
- Skattbyrði hinna tekjulægstu lækkar um 10 þúsund kr. á mánuði
Á samningstímanum eru almennar hækkanir á mánaðarlaunum fyrir fullt starf eins og hér segir:
1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði
1. apríl 2020 18.000 kr.
1. janúar 2021 15.750 kr.
1. janúar 2022 17.250 kr.
Kauptaxtar hækka sérstaklega eins og hér segir:
1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði
1. apríl 2020 24.000 kr.
1. janúar 2021 24.000 kr.
1. janúar 2022 25.000 kr.
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf
1. apríl 2019 317.000 kr. á mánuði
1. apríl 2020 335.000 kr.
1. janúar 2021 351.000 kr.
1. janúar 2022 368.000 kr
Desemberuppót (var 89.000 kr. 2018)
2019 92.000 kr.
2020 94.000 kr.
2021 96.000 kr.
2022 98.000 kr.
Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018)
Maí 2019 50.000 kr.
Maí 2020 51.000 kr.
Maí 2021 52.000 kr.
Maí 2022 53.000 kr.
Þrjár forsendur eru settar fram vegna kjarasamninganna:
- Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu skv. launavísitölu Hagstofu Íslands.
- Vaxtir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann.
- Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit samkvæmt yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna.Forsendur kjarasamninga verða metnar í september 2020 og september 2021.