Viðræður í gangi við PCC

Nú klukkan 08:00 hófust viðræður Framsýnar og Þingiðnar við Samtök atvinnulífsins vegna sérkjarasamnings félaganna við PCC BakkiSilicon hf. Viðræður aðila hafa staðið yfir með hléum í nokkra mánuði. Fundað er í húsnæði Samtaka atvinnulífsins Í Reykjavík. Reiknað er með að fundurinn standi yfir fram eftir degi og þá verði framhaldið metið hvað varðar frekari viðræður aðila.