Trúnaðarmannanámsskeið 1. – 2. apríl

Dagana 1. og 2. apríl næstkomandi verður haldið trúnaðarmannanámsskeið á Húsavík. Eins og verið hefur er það Félagsmálaskóli Alþýðu sem sér um námsskeiðið og kennari er Sigurlaug Gröndal.

Ár er síðan síðasta námsskeið var haldið en á því var met þátttaka og tókst afar vel í alla staði.

Nú þegar hefur verið opnað fyrir skráningu. Við hvetjum alla trúnaðarmenn til að skrá sig en hægt er að gera það með því að smella hér.