Á ferðinni í Mývatnssveit

Fulltrúi Framsýnar var á ferðinni um Mývatnssveit á dögunum. Heimsótti hann vinnustaði þar sem hann tók nokkrar myndir sem sjá má hér að neðan.

Í Vogafjósi fór fram kosning á nýjum trúnaðarmanni. Fyrir valinu varð Eva Humlová en hún hefur starfað í Vogafjósi um nokkurra ára skeið. Við óskum Evu til hamingju með nýja titilinn og bjóðum hana velkomna til starfa.

Annars var blíðskaparveður í Mývatnssveit eins og sjá má. Frostið ekki nema ein gráða sem þykir hlýindi á þessum árstíma þar efra.

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir og Kristinn Björn Haraldsson en þau starfa hjá Jarðböðunum hf.
Hádegismatur eldaður í Jarðböðunum.
Farið yfir stöðuna!
Eva Humlová, nýr trúnaðarmaður Framsýnar í Vogafjósi ásamt Aðalsteini J. Halldórssyni frá Framsýn.
Starfsmannafundur í Vogafjósi