Á ferðinni í Laxárdal

Það var vetrarlegt um að líta í Laxárdal þegar fulltrúi stéttarfélaganna átti leið þangað nú fyrr í dag. Ekki átti það síst við um veginn um dalinn. Ferðinni var heitið í veiðiheimilið á Rauðhólum en þar er verið að byggja nýja gistiálmu í stað þeirrar sem var rifinn í fyrra.

Séð yfir Aðaldal.
Nýja álman er hér á mynd með grárri klæðningu til hægri. Hún tengist svo eldri húsunum sem sést í til vinstri.
Svona er útlitið á gamla hlutanum til samanburðar.
Birningsstaðir í Laxárdál.
Aðkoman að nýja hlutanum.

Glaðbeittur hópur smiða og byggingaverkamanna tók á móti eftirlitsaðilum en þeir koma frá MVA ehf. á Egilsstöðum. Stefnt er á að nota nýju gistiálmuna núna strax í sumar en eins og sjá má á myndunum er verkið komið vel áleiðis.