Óheimilt að greiða orlofslaun út með reglubundnum launum

Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að samkvæmt orlofslögum er óheimilt skv. 7. gr. orlofslaga nr. 30/1987 að greiða orlof jafnóðum út með launum. Því miður eru dæmi um að fyrirtæki framfylgi ekki þessum lögum. Þau hin sömu eru vinsamlegast beðin um að gera það svo þau komist hjá hugsanlegum kærum.