Leikdeild Eflingar er að hefja sýningar á leikritinu Brúðkaup eftir Guðmund Ólafsson í leikstjórn Völu Fannell. Tónlistarmaðurinn Jaan Alavere sér um tónlistarstjórn. Um er að ræða gamanleikrit með söngvum og gríni. Frumsýning verður 9. febrúar kl. 16:00. Miðaverð er kr. 3000 en Framsýn/Þingiðn hafa ákveðið að niðurgreiða leikhúsmiðana. Þannig fá félagsmenn þessara félaga fá miðann á kr. 2.000. Skilyrði fyrir því er að félagsmenn komi við á skrifstofu stéttarfélaganna og fái afsláttarmiða áður en þeir fara á leiksýninguna, að öðrum kosti gilda ekki afsláttarkjörin. Miðarnir gilda einungis fyrir félagsmenn.