Skatturinn – helstu tölur 2019

Hér má nálgast lista yfir helstu prósentur og upphæðir sem við koma skattinum á árinu 2019.

Fyrir almenning er stærsta breytingin að mörk neðra skattþrepsins hækka og eru nú 927.087 krónur. Persónuafsláttur hækkar líka og er nú 56.447 krónur eða 677.358 á ári. Skatthlutfall skattþrepanna beggja er óbreytt á milli ára.

Fleiri athyglisverðar breytingar urðu um áramótin eins og til dæmis að tryggingargjald lækkaði um 0.25% og er nú 6,6%.

En sjón er sögu ríkari og allar upplýsingar má nálgast um þessar breytingar á heimasíðu ríkisskattsstjóra.