Nýir umsjónarmenn orlofsíbúðanna í Þorrasölum eru Sjöfn Ólafsdóttir og Helga Rúna Pétursdóttir en stéttarfélögin auglýstu á dögunum eftir nýjum umsjónarmönnum eftir að Tómas Guðmundsson sagði starfi sínu lausu eftir áralangt og farsælt starf.
Sjöfn og Helga Rúna hafa að jafnaði viðveru í íbúðum milli kl. 14:00 og 16:00 virka daga og því skiptir máli að virða brottfarar- og komutíma. Utan þess tíma er heimilt í undantekningatilfellum að hafa samband við þær þurfi leigjendur nauðsynlega á því að halda. Þeim er ætlað taka íbúðirnar út eftir notkun félagsmanna og fylgjast með því að vel sé gengið um íbúðirnar. Þær búa í íbúðum 103 (Helga) og 104 (Sjöfn) í Þorrasölum 1-3.