Björgunarsveitin þakkar fyrir sig

Framsýn barst nýlega bréf frá Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík sem þakkar félaginu fyrir velvild og stuðning í garð sveitarinnar og samfélagsins. Framsýn vill nota tækifærið og þakka sömuleiðis þessari mikilvægu björgunarsveit fyrir að vera ávallt reiðubúin að aðstoða þegar á því þarf að halda.