Kjaraviðræður í fullum gangi – launaliðurinn í hægagangi

Undanfarnar vikur og mánuði hafa verið haldnir fjölmargir samningafundir á vegum Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Fyrir hönd Framsýnar hefur formaður félagsins, Aðalsteinn Árni Baldursson, tekið þátt í viðræðunum. Að hans sögn hafa viðræðurnar gengið nokkuð vel en langt sé land varðandi launaliðinn, þar beri mikið á milli. Milli funda liggi menn svo yfir hugmyndum og tillögum að lausn mála sem fylgi alltaf samningaviðræðum. Þess vegna séu vinnudagarnir oft mjög langir auk ferðalaga milli Húsavíkur og Reykjavíkur sem bætist við og taki einnig á. En þetta hefst vonandi að lokum sagði Aðalsteinn sem enn og aftur er á leiðinni suður með flugi á samningafund.

Það eru langir vinnudagar hjá samninganefnd SGS um þessar mundir enda unnið að því að klára gerð kjarasamnings við Samtök atvinnuífsins. Formenn aðildarfélaga SGS skipa samninganefnd sambandsins, þar á meðal formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson.