Fulltrúar frá Framsýn og Þingiðn sátu á fundi með fulltrúum frá PCC og Samtökum atvinnulífsins á föstudaginn. Fundurinn fór fram í fundaraðstöðu stéttarfélaganna á Húsavík. Á fundinum var farið yfir uppbyggingu á nýrri launatöflu og kaupaukakerfi fyrir starfsmenn fyrirtækisins á Bakka. Viðræðum miðar áfram og næsti fundur er áætlaður í lok þessarar viku. Þá er þess vænst að PCC svari kröfugerð stéttarfélaganna varðandi almennar kröfur.