Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kom saman til fundar fyrir jólin. Mörg mál voru á dagskrá fundarins. Í lok fundar var síðan boðið upp á kvöldverð frá Fosshótel Húsavík og skemmtiatriði sem fundarmenn sáu sjálfir um. Hefð er fyrir því að halda útvíkkaðan fund stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar í desember. Auk fulltrúa úr stjórn og trúnaðarráði var starfsmönnum félagsins, stjórn sjúkrasjóðs, trúnaðarmönnum og stjórnarmönnum í Framsýn-ung boðið að sitja fundinn. Heiðursgestir fundarins voru Jónas Kristjánsson formaður Þingiðnar og Aðalbjörn Jóhannsson formaður ASÍ-UNG. Fundurinn fór vel fram, sjá meðfylgjandi myndir frá kvöldinu en mikið er lagt upp úr hópefli innan Framsýnar enda mikilvægt að það sé bæði skemmtilegt og gefandi að taka þátt í verkalýðsbaráttu. Um þessar mundir er frábært fólk sem kemur að störfum fyrir félagið.