Stéttarfélögin voru með opið hús í dag. Boðið var upp á kaffi og meðlæti af bestu gerð frá Heimabakaríi. Börn og unglingar úr Tónlistarskólanum á Húsavík jomu í heimsókn og spiluðu jólalög og önnur skemmtileg lög ásamt kennurum. Ungu börnin fengu glaðning frá jólasveininum. Dagurinn var í alla staði mjög gleðilegur en um 200 manns komu í jólakaffið. Við þökkum fyrir okkur. Sjá myndir frá deginum.