Samningaviðræðum frestað vegna veðurs

Til stóð að fulltrúar frá Framsýn og Þingiðn funduðu í dag með Samtökum atvinnulífsins og PCC vegna sérkjarasamnings félaganna við PCC á Bakka. Fundurinn átti að fara fram á Húsavík. Vegna veðurs hefur viðræðunum verið frestað fram í næstu viku. Fundartími verður ákveðinn fyrir helgina. Þegar hefur verið haldinn einn fundur um samninginn sem rennur út um áramótin.