Fjórða námstefnan í samningagerð á vegum Ríkissáttasemjara fór fram í Borgarnesi dagana 19.-21. nóvember. Námstefnuna sátu 70 þátttakendur frá mörgum aðilum vinnumarkaðarins. Á námstefnunni var fjallað um samskipti, lög og reglur á vinnumarkaði, efnahagslegt samhengi kjarasamninga, ábyrgð og skyldur samningafólks, kjarasamningagerð á tímum samfélagsmiðla og samningafærni. Í lok námsstefnunnar fengu þátttakendur viðurkenningarskjal og rós frá embætti ríkissáttasemjara. Einn af þeim var formaður Framsýnar stéttarfélags Aðalsteinn Árni Baldursson.
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari afhendi formanni Framsýnar viðurkenningarskjal og rós við útskriftina.
Fallegasta fólkið, fulltrúar frá Framsýn, Starfsgreinasambandi Íslands, Flugfreyjufélagi Íslands, Félagi ljósmæðra og Farmannasambandinu töldu sig vera á besta borðinu.
Um 70 fulltrúar úr atvinnulífinu tóku þátt í námsstefnunni sem fór vel fram undir stjórn Elísabetar S. Ólafsdóttur skrifstofustjóra embættisins.