Sjóðfélagalán til félagsmanna

Félagsmenn Framsýnar, Þingiðnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar eiga rétt á lánum hjá Lsj. Stapa enda séu þeir sjóðfélagar. Stapi veitir lán gegn veði í fasteign í eigu sjóðfélaga. Lánsrétt eiga sjóðfélagar sem greiða eða hafa greitt til samtryggingar- eða séreignardeildar sjóðsins. Umsóknir og upplýsingar um lánareglur, vexti o.fl. er að finna á heimasíðu sjóðsins. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á lan@stapi.is eða hafa samband í síma 4604500.