Jólabærinn Húsavík – mikil ásókn í jólahlaðborð

Svo virðist sem straumurinn liggi til Húsavíkur í desember á jólahlaðborð. Samkvæmt upplýsingum frá Fosshótel Húsavík hafa tæplega þúsund manns boðað komu sína í jólahlaðborð hjá hótelinu og koma gestirnir víða að. Án efa er bæði um að ræða íslands- og heimsmet. Svo virðist sem þrennt hafi þar sérstaklega áhrif, glæsilegt jólahlaðborð sem gerist ekki betra, frábært og nýupptekið hótel og þá skemma Sjóböðin ekki fyrir sem njóta mikilla vinsælda.

Það verða margir jólasveinar á ferðinni á Húsavík í desmeber, það er bæði alvöru jólasveinar og eins aðrir jólasveinar úr samfélaginu.