Langur og strangur dagur í gær – undirbúningur í fullum gangi við mótun kröfugerðar starfsmanna PCC

Framsýn og Þingiðn stóðu fyrir fjórum fundum í gær með starfsmönnum PCC BakkiSilicon. Tilefni fundanna var að móta kröfugerð fyrir hönd starfsmanna. Fundað var með framleiðslustarfsmönnum, iðnaðarmönnum og skrifstofufólki. Á næstu dögum verður síðan unnið að því að ganga endanlega frá kröfugerðinni áður en fundað verður með Samtökum atvinnulífsins um málið um miðjan nóvember. Sérkjarasamningur stéttarfélaganna, Framsýnar og Þingiðnar er laus um næstu áramót.

Iðnaðarmenn innan Þingiðnar fara yfir sín mál með fulltrúum félagsins.

Framleiðslustarfsmönnum bauðst að mæta á tvo fundi þar sem þeir ganga á vaktir og eiga því ekki auðvelt með að mæta á sama fundinn.