Frábærir dagar í Póllandi

Eins og fram hefur komið á heimasíðu stéttarfélaganna þá gerðu fulltrúar frá Framsýn sér ferð til Póllands í lok september. Ferðin tókst í alla staði mjög vel. Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni en auk þess að funda með forsvarsmönnum Solidarność var gestunum úr Þingeyjarsýslum boðið í skoðunarferðir á vinnustaði í Gdansk.