Á ferðinni

Fulltrúar Framsýnar voru á ferðinni í dag og heimsóttu Fjallalamb á Kópaskeri. Þar var skrifað undir árlegt samkomulag við Fjallalamb vegna kaupa og kjöra í sláturtíð fyrirtækisins á Kópaskeri.
Það var ágætt hljóðið í starfsfólki Fjallalambs en sláturtíð er þar í fullum gangi en vika er enn eftir af sláturtíðinni. Rúmlega 30.000 gripum er slátrað í Fjallalambi nú í haust.
Talsverð spenna er vegna hugsanlegra viðskipta við Kína en eins og hefur verið fjallað um í fjölmiðlum upp á síðkastið. Reikna má með því að niðurstaða fáist úr þeim viðræðum á næstu vikum.
Eftir heimsóknina í Fjallalamb lá leiðin í Sel sf þar sem tekið var vel á móti Framsýnarmönnum eins og sjá má á eftirfarandi mynd. Var það mál manna að það gerist varla oftar en tvisvar sinnum á öld að önnur eins valmenni náist saman á mynd.