Góðgerðarleikur fyrir Gunnstein – Geisli A gegn Ofur Geisla

Í dag miðvikudag klukkan 19:00 mun knattspyrnulið Geisli A mæta stjörnuprýddu liði sem Guðmundur í koti er búin að safna saman í góðgerðarleik fyrir Geislamanninn okkar Gunnstein sem greindist með Hvítblæði fyrr á þessu ári. Sagan segir að Guðmundur hafi náð nokkrum þekktum knattspyrnumönnum úr alþjóðabótboltanum í sitt lið. Leikurinn fer fram á Ýdalavelli og lofa veðurguðirnir góðu veðri á svæðinu síðdegis í dag.

í þessu stjörnuprýddi liði verða fyrrverandi leikmenn Geisla ásamt hugsanlega þekktum knattspyrnumönnum í Alþjóðafótbolta. Kynnir á leiknum verður einn af þekktari núlifandi Þingeyingum.

Grillaðar pylsur, drykkir, tónlist, brandarar og almenn gleði.

Frítt verður á viðburðinn en tekið á móti frjálsum framlögum,

Vonandi sjá flestir sér fært að mæta og sjá knattspyrnu á heimsmælikvarða á Ýdalavelli.

Munum eftir veskjunum, margt smátt gerir eitt stórt.

(Þessi frétt er að mestu tekin af 641.is)