Í tilefni af 100 ára verkalýðsbaráttu kvenna í Þingeyjarsýslum hefur Framsýn gefið út sérstakt afmælisblað tileinkað þessari merkilegu sögu. Í ritnefnd voru; Ósk Helgadóttir, Dómhildur Antonsdóttir og Sigurveig Arnardóttir. Egill Páll Egilsson ritstýrði blaðinu sem er 48 blaðsíður. Ásprent sá um prentun og setningu. Blaðið er væntanlegt til lesenda á næstu dögum. Framsýn vill nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu að því að gera blaðið eins glæsilegt og það er fyrir þeirra framlag til blaðsins. Vonandi koma lesendur til með að njóta þess að lesa blaðið.