Stólamálið upplýst

Rannsóknarteymi Framsýnar hefur unnið að því hörðum höndum að upplýsa dularfulla stólahvarfið sem heimasíðan fjallaði um fyrr í vikunni. Þrír sumarstólar voru við Skrifstofu stéttarfélaganna en hurfu um síðustu helgi í skjóli nætur. Teymið hefur skilað góðu starfi þar sem málið skoðast upplýst. Vegfarandi hafði samband og greindi frá því að stólarnir væru við Leikskólann Grænuvelli á Húsavík. Það reyndist vera rétt og eru þeir komnir í heimahöfn. Þá er vitað hverjir voru á ferð.

Stólarnir eru komnir heim eftir mikla rannsóknarvinnu.