Fulltrúar frá Framsýn fóru í vinnustaðaheimsóknir í Mývatnssveit í gær. Meðal annars var komið við hjá vegagerðarmönnum á Hólasandi þar sem verið er að byggja upp Kísilveginn. Jafnframt var staldrað við á Hótel Reynihlíð þar sem miklar framkvæmdir eru í gangi, Baðlóninu, Vogafjósi, Garðagleði og hjá Helga Héðins á Geiteyjarströnd. Fulltrúum Framsýnar var alls staðar vel tekið. Umræður urðu um stöðu atvinnumála á svæðinu og kjör og réttindi starfsmanna. Hér má sjá myndir úr ferðalaginu: