Vinnustaðaheimsóknir – undirbúningur hafinn fyrir næstu kjarasamningagerð

Á næstu vikum munum við fjalla um heimsóknir forsvarsmanna Framsýnar á vinnustaði á félagssvæðinu. Starfsfólk á vinnustöðum sem óskar sérstaklega eftir því að fulltrúar félagsins láti sjá sig er beðið um að setja sig í samband við skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Við byrjum á því að segja frá því að á laugardaginn var komið við hjá starfsmönnum Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi þar sem starfsmenn voru að hamast við að slá lúpínu í landi  þjóðgarðsins.

Hilmir Smári Kristinsson gaf sér smá tíma til að ræða við forsvarsmenn Framsýnar áður en hann hélt áfram að slá lúpínuna.

Bjartey Stefáns gaf Hilmi ekkert eftir og sló eins og enginn væri morgundagurinn.