Starfsmenn í grillstuði

Það er mikið um stuðbolta meðal starfsmanna sem starfa hjá fiskeldisfyrirtækinu Rifós í Kelduhverfi. Þegar fulltrúi Framsýnar var á ferðinni á dögunum voru þeir að grilla grillsneiðar frá Fjallalambi enda veðrið gott og allir í geggjuðu stuði auk þess sem tveir erlendir starfsmenn frá Búlgaríu, sem hafa verið við störf hjá fyrirtækinu, voru að kveðja og halda heima á leið eftir ánægjulega dvöl í Kelduhverfi. Það staðfestu þeir við talsmann Framsýnar sem var á staðnum til að heimsækja stjórnendur og starfsmenn fyrirtækisins. Að sjálfsögðu tók hann þátt í gleðinni með starfsmönnum Rifós áður en hann hélt heim á leið eftir vel heppnaðar vinnustaðaheimsóknir á austursvæðinu, það er frá Kelduhverfi til Raufarhafnar.

Jóhannes Guðmundsson starfsmaður og grillmeistari Rifós er hér með tveimur erlendum starfsmönnum sem voru að kveðja sína samstarfsmenn. Þeir voru ánægðir með dvölina í Kelduhverfi.