Íbúar í stuði – grillað í Þorrasölum

Eins og kunnugt er eiga stéttarfélögin Framsýn og Þingiðn íbúðir í Þorrasölum 1 í Kópavogi fyrir félagsmenn. Íbúðirnar eru mjög vinsælar og því var ákveðið að bæta við einni íbúð til viðbótar á dögunum sem fer í útleigu til félagsmanna í haust. Stéttarfélögin eiga því orðið 5 íbúðir í fjölbýlishúsinu. Á dögunum var boðað til útifundar meðal íbúa í Þorrasölum 1. Tilgangur fundarins var að íbúar kynntust og grilluðu saman. Að sjálfsögðu fór fundurinn vel fram og ákveðið var að gera þessa samkomu að árlegum viðburði. Á miðfylgjandi mynd má sjá íbúa vera að undirbúa grillið.