Molar frá aðalfundi – Frábæru fólki þakkað fyrir störf þeirra í þágu Framsýnar

Á aðalfundi Framsýnar gengu þrír aðilar úr stjórn og trúnaðarráði félagsins. Þetta eru þau Dómhildur Antonsdóttir, Einar Friðbergsson og Ragnhildur Jónsdóttir. Formaður Framsýnar þakkaði þeim fyrir vel unnin störf í þágu félagsins, þeirra yrði sárt saknað úr starfinu enda í alla staði öflugt og gott fólk sem allir hefðu gaman af að vinna með. Domma, Einar og Ragnhildur þökkuðu kærlega fyrir sig og sögðu sömuleiðis hafa notið þess í botn að starfa fyrir félagið. Með þessum orðum ljúkum við umfjöllun um aðalfund Framsýnar sem fór vel fram í alla staði undir fundarstjórn Óskar Helgadóttur varaformanns Framsýnar.

Þessi eru bara frábær.