Aðalfundur Framsýnar stéttarfélags næsta mánudag

Aðalfundur Framsýnar fer fram mánudaginn 28. maí kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna á Húsavík. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða kjaramál til umræðu. Þá verða teknar fyrir tillögur sem liggja fyrir fundinum um verulegar hækkanir á styrkjum til félagsmanna í gegnum sjúkrasjóð félagsins og varðandi stækkun á félagssvæðinu. Hægt er að nálgast dagskrá fundarins og frekari upplýsingar inn á heimasíðu félagsins, framsyn.is. Í lok fundar má fundarmenn smá glaðning frá félaginu. Félagar fjölmennið.

Framsýn stéttarfélag