Framsýn boðar verulegar hækkanir á styrkjum úr sjúkrasjóði til félagsmanna – Tillögurnar verða teknar fyrir á aðalfundi félagsins á mánudaginn

Hér má fræðast um þær tillögur sem liggja fyrir aðalfundi Framsýnar 2018 sem haldinn verður mánudaginn 28. maí 2018: 

Tillögur sem liggja fyrir aðalfundinum:

Tillaga 1
Ráðstöfun á tekjuafgangi
Tillaga er um að tekjuafgangi ársins verði ráðstafað til hækkunar á óráðstöfuðu eigin fé frá fyrra ári.

Tillaga 2
Löggiltur endurskoðandi félagsins
Lagt er til að endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers ehf. sjái um endurskoðun á bókhaldi félagsins fyrir starfsárið 2018.

Tillaga 3
Lagabreyting
Lagt er til að 4. og 5 grein félagslaga taki eftirfarandi breytingum. Um er að ræða breytingar á félagsaðild og kjörgengi:

4.grein
Aðild og aukaaðild
Sérhver starfsmaður getur sótt um inngöngu í félagið að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  1. a) Sé starfandi eftir þeim kjarasamningum sem félagið á aðild að.
  2. b) Verði 16 ára á því almanaksári, er hann eða hún sækir um inngöngu.
  3. c) Standi í óbættum sökum við önnur félög innan Alþýðusambands Íslands.
  4. d) Sé ekki atvinnurekandi eða hafi ráðandi stöðu vegna eignar- eða stjórnunaraðildar að því fyrirtæki eða stofnun sem hann vinnur hjá.

Nú telur stjórn og trúnaðarráðs félagsins, að tekinn hafi verið í félagið einstaklingur sem ekki átti rétt til inngöngu, eða að viðkomandi hefur gefið rangar eða villandi upplýsingar um atvinnu sína eða annað, og missir þá viðkomandi þegar í stað skv. úrskurði stjórnar og trúnaðarráðs félagsins félagsréttindi og verður ekki tekinn inn í félagið fyrr en úr hefur verið bætt að fullu. Slíkum úrskurði er heimilt að visa til miðstjórnar ASÍ.

6.grein
Réttindi félagsmanna
Réttindi fullgildra félagsmanna eru eftirfarandi:

  1. a) Málfrelsi, tillögu- og atkvæðisréttur á félagsfundum, kjörgengi til trúnaðarstarfa innan félagsins og þeirra heildarsamtaka, sem félagið á aðild að og réttur til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um kjarasamninga, þá sem félagið á aðild að og viðkomandi félagsmaður vinnur eftir.
  2. b) Forgangsréttur til vinnu á félagssvæðinu til að vinna þau störf, sem kjarasamningar félagsins taka til og eftir þeim kjörum, sem kjarasamningar segja til um hverju sinni.
  3. c) Réttur til styrkja úr sjóðum félagsins í samræmi við það, sem nánar er ákveðið í reglugerðum þeirra.
  4. d) Réttur til afnota af orlofshúsum félagsins og öðrum sameiginlegum eignum, eftir því sem samþykktir og reglugerðir kveða á um.
  5. e) Réttur til að sækja námskeið á vegum félagsins eða þeirra samtaka, sem það er aðili að.
  6. f) Réttur til aðstoðar vegna vanefnda atvinnurekenda á kjarasamningum og til annarrar þeirrar þjónustu sem félagið veitir hverju sinni, þar með talið lögfræðiþjónustu.
  7. g) Réttur til lögfræðilegrar aðstoðar vegna bótamála í sambandi við vinnuslys eða atvinnusjúkdóma.
  8. h) Þrátt fyrir ákvæði a liðar, njóta ekki kjörgengis félagsmenn sem eru í stjórnunarstörfum innan fyrirtækja eða stofnana og þeir sem skráðir eru sem launamenn hjá eigin fyrirtæki og/eða ef maki þeirra eða annar nákominn telst hafa ráðandi stöðu eða verulegra hagsmuna að gæta innan þess sama fyrirtækis eða stofnunar.

Aukafélagar, sem ekki uppfylla ákvæði 4. greinar um fullgilda félagsmenn, hafa aðeins málfrelsi og tillögurétt um málefni félagsins, en njóta ekki annarra réttinda skv. a-lið þessarar greinar. Aukafélagar skulu njóta annarra réttinda skv. liðum b-g. Starfsmenn félagsins, starfsmenn og forystumenn þeirra heildarsamtaka, sem það á aðild að, skulu hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagsins, þótt þeir séu ekki félagsmenn.

Tillaga 4
Um árgjald
Tillaga er um að félagsgjaldið verði áfram óbreytt, það er 1% af launum félagsmanna.

Tillaga 5
Laun aðalstjórnar, trúnaðarráðs, nefnda og stjórna innan félagsins
Tillaga er um að laun aðalstjórnar, trúnaðarráðs, nefnda og stjórna innan félagsins taki breytingum í samræmi við meðfylgjandi tillögur.

Stjórn og varastjórn Framsýnar:
Þrír tímar í yfirvinnu skv. 11 launaflokki fiskvinnslufólks
Formaður + varaformaður 1,5 tími í undirbúning og frágang funda til viðbótar

Trúnaðarráð Framsýnar:
Þrír tímar í yfirvinnu skv. 11 launaflokki fiskvinnslufólks

Stjórnir deilda Framsýnar, það er Sjómannadeildar og Deildar verslunar- og skrifstofufólks:
Tveir tímar í yfirvinnu skv. 11 launaflokki fiskvinnslufólks
Formaður 1,5 tími í undirbúning og frágang funda til viðbótar

Aðrar fastar stjórnir og nefndir kjörnar á aðalfundi fyrir Kjörstjórn, Sjúkrasjóð, Vinnudeilusjóð, Orlofssjóð, Fræðslusjóð, Siðanefnd, Laganefnd, 1. maí nefnd og skoðunarmenn reikninga:
Einn tími í yfirvinnu skv. 11 launaflokki fiskvinnslufólks

Varðandi akstur á fundi á vegum félagsins eða aðildar samtaka sem félagsmenn eru sérstaklega boðaðir á greiðist kílómetragjald Ferðakostnaðarnefndar ríkisins eins og það er á hverjum tíma. Félagsmenn sem þetta á við um, skulu leitast við að ferðast saman á fundi.

Tillaga 6
Félagssvæðið
Aðalfundurinn samþykkir að heimila stjórn og trúnaðarráði Framsýnar að vinna að stækkun félagssvæðisins, það er að félagssvæðið verði Norðurland, það er frá Raufarhöfn að félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness.

Tillaga 7
Um breytingar á greiðslum til félagsmanna úr sjúkrasjóði. Tillagan verður tekin fyrir undir liðnum Önnur mál:
Stjórn og trúnaðarráð leggur til við aðalfund félagsins eftirfarandi breytingar á reglugerð Sjúkrasjóðs Framsýnar til hækkunar á styrkjum til félagsmanna:

Hætt verði að niðurgreiða Detoxmeðferðir fyrir félagsmenn.

Niðurgreiðslur vegna sjúkranudds hækki úr kr. 2.300 í kr. 2.500 per tíma.

Niðurgreiðslur vegna meðferðar hjá kírópraktorum hækki úr kr. 2.300 í kr. 2.500 per tíma.

Niðurgreiðslur vegna heilsunudds hjá viðurkenndum heilsunuddara hækki úr kr. 2.000 í kr. 2.200 per tíma.

Niðurgreiðslur vegna nálastungumeðferðar hjá viðurkenndum aðilum hækki úr kr. 2.000 í kr. 2.200 per tíma.

Niðurgreiðslur vegna endurhæfingar hjá NFLÍ Hveragerði eða sambærilegum stofnunum hækki úr kr. 60.000 í kr. 70.000.

Niðurgreiðslur vegna framhalds krabbameinsskoðunar hækki úr kr. 4.500 í kr. 6.000.

Niðurgreiðslur vegna krabbameinsleitar í ristli og/eða blöðruhálsi hækki úr kr. 25.000 í kr. 30.000.

Niðurgreiðslur vegna tækni- og glasafrjóvgunar hækki úr kr. 100.000 í kr. 150.000.

Niðurgreiðslur vegna áhættumats hjá Hjartavernd eða hjá sambærilegri stofnun hækki úr kr. 17.000 í kr. 20.000.

Niðurgreiðslur vegna heilsueflingar hækki úr kr. 17.000 í kr. 23.000.

Niðurgreiðslur vegna meðferðar hjá sálfræðingum hækki úr kr. 6.000 í kr. 7.000 per tíma.

Niðurgreiðslur vegna meðferðar/viðtala hjá fjölskylduráðgjöfum hækki úr kr. 6.000 í kr. 7.000 per tíma.

Niðurgreiðslur vegna meðferðar/viðtala hjá geðlæknum hækki úr kr. 6.000 í kr. 7.000 per tíma.

Niðurgreiðslur vegna aðgerða á augum hækki úr kr. 50.000 í kr. 60.000, það er per auga. Samtals styrkur getur því orðið kr. 120.000.

Niðurgreiðslur vegna kaupa á gleraugum og linsum hækki úr kr. 50.000 í kr. 60.000.

Niðurgreiðslur vegna kaupa á heyrnartækjum hækki úr kr. 75.000 í kr. 80.000 per eyra. Samtals getur endurgreiðslan orðið kr. 160.000.

Útfararstyrkur vegna félagsmanna sem eru á vinnumarkaði og falla frá hækki úr kr. 330.000 í kr. 360.000. Fullur réttur helst í 5 ár frá því að menn hætta á vinnumarkaði.

Fæðingarstyrkur og ættleiðingastyrkur til félagsmanna hækki úr kr. 100.000,- í kr. 150.000 með hverju barni.

Skilyrði fyrir niðurgreiðslum til félagsmanna verða að öðru leiti þær sömu og verið hafa, það er samkvæmt reglugerð og úthlutunarreglum sjóðsins.

Á forsendum 32. greinar hefur borist eftirfarandi tillaga frá félagsmanni Framsýnar

Húsavík, 2. maí 2018

Undirritaður, félagsmaður í Framsýn, leggur til að í ljósi sterkrar fjárhagslegrar stöðu Framsýnar hækki líkamsræktarstyrkur til félagsmanna í 100% starfi úr kr. 17.000.- kr. í 34.000.- kr.  Styrkurinn lækki svo hlutfallslega ef félagsmenn eru í hlutastörfum.  Með þessari hækkun eykst hvati til líkamsræktar sem og að Framsýn leggur einnig sitt af mörkum í að Norðurþing standi undir nafni sem Heilsueflandi samfélag samanber nýlegt samkomulag við Landlækni.

Virðingarfyllst, Valdimar Halldórsson

  1. grein – Ráðstöfun úr sjóðum félagsins:
    Tillögur stjórnar, trúnaðarráðs og félagsmanna um meiriháttar ráðstöfun úr sjóðum félagsins sem bornar eru upp á aðal- eða félagsfundi til samþykktar, skal lýst í fundarboði. Berist slík tillaga eftir fundarboð, er hún tæk fyrir fundinn hafi hún borist stjórn félagsins með skriflegum hætti eigi síðar en 10 dögum fyrir boðaðan fund. Skal þá stjórn félagsins fjalla um tillöguna og láta hana liggja frammi á skrifstofu félagsins til kynningar fyrir félagsmenn í a.m.k. 5 virka daga.

Í lokin má geta þess að félagsmenn geta nálgast ársreikninga félagsins vegna ársins 2017 á Skrifsstofu stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26.