ITUC fordæmir dráp Ísraelsmanna á Gaza

Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) fordæmir í yfirlýsingu miskunnarlaus dráp ísraelska hersins á tugum Palestínumanna á Gaza í vikunni. Hinir látnu og meira en 2000 manns sem hafa slasast voru að mótmæla opnun bandarísks sendiráðs í Jerúsalem og 70 ára afmæli landtöku Gyðinga á svæðinu.

„Við styðjum af heilum hug kröfuna um þessum drápum verði tafarlaust hætt. Samræður er eina leiðin í átt að friði á svæðinu, tveggja ríkja lausninni, og því er það sérstaklega ögrandi og í raun óréttlætanleg sú ákvörðun Bandaríkjanna að flytja sendiráð sitt til Jerúsalem. Það er olía á eldinn og torveldar samningaviðræður í framtíðinni,“ segir Sharan Burrow framkvæmdastjóri ITUC.

ITUC er fulltrúi 207 milljón launamanna í 163 löndum víðs vegar um heiminn