Aðalfundur húsfélags Þorrasala 1-3 var haldinn síðasta fimmtudag. Framsýn og Þingiðn eiga fjórar íbúðir í fjölbýlishúsinu. Fulltrúar frá félögunum voru til staðar á fundinum. Eins og lög gera ráð fyrir var farið yfir starfsemi húsfélagsins á síðasta starfsári og ársreikninga félagsins. Starfið og rekstur húsfélagsins var til mikillar fyrirmyndar á umliðnu starfsári. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, var endurkjörinn formaður húsfélagsins. Áhugi er innan Framsýnar og Þingiðnar að kaupa fleiri íbúðir í Þorrasölum enda mikil eftirspurn meðal félagsmanna eftir dvöl í íbúðunum.