Tryggvi Finnson mun halda erindi þriðjudaginn 27. mars klukkan 20:15 í sal stéttarfélaganna, Garðarsbraut 26.
Tryggvi mun í sínu erindi fara yfir ferðir sínar í Alpana til að stunda skíðagöngu í máli og myndum. Tryggvi fór í sína fyrstu ferð í Alpana árið 2006 og heillaðist af svæðinu. Síðan farið þá á hverju einasta ári. Tryggvi verður með myndir af þremur svæðum, eða Oberstdorf í Þýskalandi og Seefeld og Ramsau í Austurríki. Á öllum þessum svæðum eru 120-170 kílómetrar af troðnum brautum, mismunandi erfið og hægt að finna aðstæður fyrir alla.
Tryggvi segir að að loknum fyrirlestrinum muni fleiri vonandi sjá að möguleika á því að fara í frábært vetrarfrí sem ekki er þó á Kanarí!