Ný flugvél í flota Flugfélagsins Ernis

Flugfélagið Ernir mun taka í notkun nýja Dornier 328 flugvél með vorinu. Flugvélin verður notuð á flesta áfangastaði flugfélagsins en þó væntanlega mest á Húsavík, Höfn og Vestmannaeyjar. Flugvélin mun einnig nýtast í leiguverkefni með hópa bæði hér innanlands og eins erlendis s.s. til Grænlands og Norðurlandanna en hún tekur 32 farþega. Að sjálfsögðu er þetta mikið fagnaðarefni en um 4.400 félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum flugu milli Húsavíkur og Reykjavíkur á síðasta ári sem sparaði þeim tæplega 50 milljónir, það er að fljúga á sérkjörum stéttarfélaganna.

Félagsmenn stéttarfélaganna spöruðu sér tæplega 50 milljónir á árinu 2017 með því að fljúga á sérkjörum stéttarfélaganna. Eftir nokkrar vikur gefst þeim tækifæri á að fljúga með nýrri flugvél sem Flugfélagið Ernir hefur fest kaup á.