Stéttarfélögin niðurgreiða leikhúsmiða á sýningu Leikfélags Húsavíkur

Leikfélag Húsavíkur mun fljótlega hefja sýningar á leikritinu Sjóræningjaprinsessunni. Stéttarfélögin niðurgreiða leikhúsmiðana fyrir félagsmenn. Forsendan fyrir því er að félagsmenn hafi samband við Skrifstofu Stéttarfélaganna áður en þeir fara í leikhúsið og fái afsláttarmiða hjá félögunum. Hér má fræðast betur um leikritið.