Laun ríkisstarfsmanna í Framsýn hækka um 1,8% afturvirkt

Laun þeirra ríkisstarfsmanna sem eru í aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands fá nú í fyrsta sinn svokallaða launaskriðstryggingu sem gefur að meðaltali 1,8% hækkun á laun afturvirkt frá 1. janúar 2017.

Nánar má lesa um málið á heimasíðu Starfsgreinasambands Íslands.

Einnig munu laun félagsmanna Starfsmannafélags Húsavíkur hækka um 1,3% afturvirkt á sama tímabili eins og lesa má um á heimasíðu BSRB.