Nemendur Borgarhólsskóla í heimsókn

Nemendur 10. bekkjar Borgarhólsskóla komu í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag, 5. febrúar. Þeir fengu fræðslu um starf stéttarfélaganna og hlutverk. Hópurinn var í tvennu lagi. Myndirnar sem hér fylgja með eru af fyrri hópnum.

Mikil þörf hefur verið á vinnuafli hér á svæðinu undanfarin ár. Enda kom það í ljós að drjúgur hluti nemenda voru þegar komin á vinnumarkaðinn.