Framsýn boðar til fundar með starfsmönnum PCC Bakki Silicon.

Framsýn boðar til fundar með framleiðslustarfsmönnum og öðrum starfsmönnum PCC sem greiða til félagsins mánudaginn 8. janúar kl. 15:00 til 16:00, það er á vinnutíma starfsmanna. Fundurinn verður haldinn í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík.

Tilefni fundarins er að kjósa tvo trúnaðarmenn úr hópi starfsmanna auk þess að fara almennt yfir málefni starfsmanna er viðkemur kjörum og réttindum starfsmanna.

Fundurinn er haldinn í samráði við stjórnendur PCC Bakki Silicon.

 

Framsýn, stéttarfélag