Nú í hádeginu komu fjölskyldur starfsmanna Skrifstofu stéttarfélaganna í heimsókn og borðuðu með þeim hangikjöt og meðlæti af bestu gerð. Stundin var afar ánægjuleg. Skrifstofan lokar síðan kl. 16:00 í dag um leið og starfsmenn halda heim á leið í jólafrí.