Gleði og hamingja í jólakaffi stéttarfélaganna

Að venju lagði fjölmenni leið sína í jólakaffi stéttarfélaganna í dag, það er fólk á öllum aldri. Hefð er fyrir því að félögin standi fyrir viðburði sem þessum í desember á hverju ári. Mikil ánægja er meðal bæjarbúa og gesta með framtakið, það er að félögin bjóði öllum þeim sem vilja að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna og þiggja veitingar og  hlýða á frábær tónlistaratriði frá tónlistarskólanum á Húsavík. Stéttarfélögin þakka fyrir sig. Sjá myndir: