Í gær, mánudaginn 4. desember komu nokkrir nemendur Framhaldsskólans á Húsavík í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna til þess að fræðast um tilgang og starfsemi stéttarfélaga. Tekið var á móti þeim með stuttri glærusýningu um viðfangsefnið og nemendum svo boðið upp á að spyrja spurninga. Einnig var nemendum boðið upp á hinar sívinsælu Framsýnar-húfur.
Þessar heimsóknir eiga sér langa sögu og eru alltaf jafn ánægjulegar. Eins og oftast áður er það Ingólfur Freysson sem stendur vakt kennara í þessari heimsókn.