MINNINGAR

Ég geri mér oft á tíðum ekki grein fyrir því að ég er eldri en ég var áður og á það til að undrast það oft á tíðum.  Það var eins og skilningarvit mín vöknuðu við auglýsingu í sjónvarpinu vegna afmælis Olís áður B.P.  Þar voru menn að velta 200 lítra tunnum uppí stæðu til geymslu og notuðu til þess sliskju. Þá rann allt í einu upp fyrir mér að það eru nú ekki mörg ár síðan að sjómenn þurftu að höndla slíkar tunnur hér á Húsavík og koma þeim um borð í skip með handaflinu einu saman. Ekki sá ég þegar að Trausti Jónsson kendur við Voga tók einn um borð í skip slíka tunnu fullri af olíu en Trausti var tröllsterkur og hraustmenni mikið þegar hann var og hét. Þetta fékk ég staðfest hjá manni sem horfði á Trausta gera þetta og sagði „Trausti var heljarmenni“og sterkur sem naut.

Ég hefi kynnst nokkrum mönnum sem vissu ekki afl sitt og töldu krafta sína ekkert merkilega hluti. Sveinbjörn Magnússon múrari og félagi minn er einn af þeim -ég minnist þess að við vorum á leiðinni til Kópaskers að vetri til,þá voru gilin á Tjörnesinu oft erfiður farartálmi, í Hallbjarnarstaðagilinu festi ég bílinn,afturhjóladrifna Cortinu ,ég hefi aldrei verið góður bílstjóri í snjó, félagi minn habbði engin orð um það, heldur dreif hann sig út til að ýta bílnum upp og hann bókstaflega lyfti bílnum upp að aftan og ýtti honum upp úr festunni og kom svo inn og sagði „helvíti er bíllinn þungur“ þegar við komum austur á Kópasker byrjuðum við auðvitað að vinna við múrverkið en fljótlega sagði Sveinbjörn að það væri einhver lumbra í sér og hann treysti sér ekki til að vinna. Félagi minn habbði tekið svo hraustlega á við bílinn í gilinu að hann var þrotinn kröftum -ansi er ég hræddur um að þetta hafi ekki verið í eina skiptið sem hann tók svona á. Ég reyndar veit það að þetta var ekki eina skiptið,við unnum saman í 20 ár í múrverki og oftar en ekki beitti hann afli sínu þegar á þurfti að halda að hans áliti.

Félagi okkar beggja „Texarinn“ Hallgrímur Aðalsteinsson ,var einnig heljarmenni oftar en ekki var hann til í átökin og hló þá gjarnan við. Vetur einn við byggingu „Varðablokkarinnar“ vorum við að hífa upp steypu á rafmagnsspili sem var góður gripur og léttI mörg sporin.

Aðstæður voru þannig að híft var upp á svalir ,spilið var þannig fest að það var þar ti gerð  járnuppistaða sem það var fest á,þannig að það var stíft uppí svalargólfið ofan við. Texarinn stjórnaði hífingum og var þetta á þriðju hæð,þegar hann er að hífa upp fór járnuppistaðan að halla fram á við ,nú var illt í efni ,Texarinn að hífa upp fullt steypusílóið og allt draslið að steypast fram af svölunum,Texarinn hélt nú ekki,heldur þreif í uppístöðuna og ætlaði sko að sjá til þess að sílóið með steypunni skildi sko komast upp,fullt sílóið hlítur að hafa vegið ein 300 kg.  Texarinn sleppti ekki ,sílóið skyldi upp,fullt af steypu ,en þarna dugði ekki kraftarmennið ,spilið ásamt Texaranum steyptust fram af þriðju hæðinni 7-8 metra fall. Á einhvern óskiljanlegan hátt skildu leiðir í fallinu, spilið fór til suðurs ,en Texarinn til norðurs  og ekki bara það ,heldur fékk minn maður mjúka lendingu að sögn Mána og lenti í sandhrúgu sem Bjössi í Bröttuhlíð var nýbúinn að sturta þarna. Texarinn stóð upp tók útúr sér sígrettuna ,hló við og sagði „,Þessu trúir Beysi ekki „-verst að missa heilt síló af steypu. Síðan gekk minn maður að spilinu skellti því á bakið og gekk með það uppá þriðju hæð ,gékk þar frá því og sagði „Við getum haldið áfram að steypa félagi.“

Örn Byström Einarsstöðum