Velheppnaður vinnufundur Framsýnar á Raufarhöfn

Framsýn stóð fyrir vinnufundi á Raufarhöfn síðasta laugardag. Auk venjulegra fundarstarfa tóku fundarmenn þátt í Hrútadeginum, borðuðu á Hótel Norðurljósum auk þess að enda velheppnaðan vinnudag með skemmtun í Félagsheimilinu Hnitbjörgum þar sem Þórhallur Sigurðsson (Laddi fór á kostum). Gestir fundarins voru Silja Jóhannesdóttir starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og formenn Starfsmannafélags Húsavíkur og Þingiðnar, þau Helga Þuríður Árnadóttir og Jónas Kristjánsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Silja Jóhannesdóttir sagði frá verkefninu Raufarhöfn og framtíðin sem er eitt verkefna Brothætta byggða sem Byggðastofnun styrkir. Verkefnið fór af stað til fjögurra ára með ársviðbót en því líkur um áramótin.  Silja fór víða, frá fyrstu dögum m.a. tilurð þess og tilgang sem og samstarfi við íbúa sem, á íbúafundum sem haldnir voru í upphafi verkefnisins,  voru samþykkt 26 markmið til að vinna að. Tólf þeirra hafa náð sínu, ellefu eru enn í gangi og þrjú eru ekki hafin. Einnig sagði hún frá nokkrum verkefnum, þessum helstum; Rannsóknarstöðinni á Rifi, sem stóð m.a. að 50 manna ráðstefnu sumarið 2016. Markaðsstofa Norðurlands er að koma með áhrifavalda í samfélagsmiðlum á svæðið og hefur aukið komur sínar töluvert á síðustu tveimur árum miðað við áður. Blokkin  ( íbúðablokkin á Raufarhöfn) var seld á árinu og þegar er búið að gera upp 5 -6 íbúðir og nú á að klæða hana að utan. Hótel Norðurljós er  komið í hendur nýrra eigenda með góðum árangri.  Heimskautsgerðið er enn í vinnslu og kröftug stjórn þess heldur því í gangi og nú er verið að vinna að gerð bílastæðis og göngubrúar að svæðinu. Verkefnið fékk fjármagn til að útdeila styrkjum og m.a.  hafa þessi verkefni fengið styrk; Uppsetning sýningar í Stoð- og lýsishúsi. Skiltaverkefni , upplýsingaskilti um þorpið, og atriði eins og færa ruslagámana frá kirkjunni að síldarsvæðinu. Gönguleiðaappið wapp er að merkja gönguleiðir á svæðinu. Urðarbrunnur á Laugum er í samstarfi varðandi merkingu örnefna á svæðinu sem nýtist ferðaþjónustu og gestum svæðisins í náttúruskoðun.  Raufarhöfn sem valkostur í komu skemmtiferðaskipa og komu 2 skip hingað í sumar. Ásdís Thoroddsen týnir sveppalubba á sléttunni og hefur sett upp þurrkun og selur m.a. til veitingahúsa. Þá fögnuðu íbúar Raufarhafnar 50 ára afmæli félagsheimilisins Hnitbjargar í vikunni. Hún sagði einnig frá Öxarfjarðarverkefninu sem er sambærilegt, þar voru lögð fram 36 markmið, átta þeirra hefur verið náð, ellefu eru í vinnslu og hin ekki farin af stað. Enn eru tvö ár eftir af því verkefni. Áherslur framundan eru m.a. Dettifossvegur, ljósleiðari á árinu 2018 og hitaveita í Kelduhverfi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Formenn Starfsmannafélags Húsavíkur og Þingiðnar tóku þátt í vinnufundi Framsýnar á Raufarhöfn. Mjög gott samstarf hefur verið meðal félaganna um samstarf í gegnum tíðina, meðal annar reka þau saman skrifstofu á Húsavík.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir fundinn tóku fundarmenn þátt í hrútadeginum. Hér er Guðný Gríms sem situr í trúnaðarráði Framsýnar að skoða fallega hrúta með bændum á svæðinu.