Þingiðn boðar til félagsfundar

Þingiðn boðar til félagsfundar um skipulagsmál stéttarfélaga mánudaginn 9. október kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna á Húsavík. Tilefnið er ákvörðun Félags málmiðnarmanna á Akureyri að gera félagssvæði Þingiðnar að sínu. Gestur fundarins verður Hilmar Harðarson formaður Samiðnar.

Dagskrá:

  1. Skipulagsmál stéttarfélaga innan Samiðnar og félagssvæði Þingiðnar
  2. Önnur mál

Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á fundinn. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti á fundinum.

 

Stjórn Þingiðnar