Námsstyrkir í boði fyrir félagsmenn og fyrirtæki

Félagsmenn Framsýnar eiga aðild að öflugum fræðslusjóðum í gegnum félagið sem félagsmenn geta notað sæki þeir námskeið eða stundi nám á framhalds- eða háskólastigi. Jafnframt geta fyrirtæki sem greiða til Framsýnar einnig fengið góða styrki til námskeiðahalds á vinnustöðum. Þá er rétt að geta þess að félagsmenn Starfsmannafélags Húsavíkur og Þingiðnar hafa sömuleiðis gott aðgengi að niðurgreiðslum á námskeiðs- eða skólagjöldum. Frekari upplýsingar er hægt að fá á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.