Vinnustaðafundur á Bakka

Fyrr í dag áttu fulltrúar stéttarfélaganna vinnustaðafund á Bakka. Það var fyrirtækið Constructus ehf. sem var heimsótt. Constructus hefur verið að störfum á Bakka síðan í vor og mun verða fram á vetur. Allir starfsmenn fyrirtækisins koma frá Litháen en fyrirtækið er þó íslenskt.
Þetta var hinn ágætasti fundur og var fulltrúum stéttarfélaganna tekið vel. Starfsmenn voru áhugasamir og spurðu út í sín réttindi. Meðfylgjandi myndir voru teknar á meðan á fundinum stóð.