Barnabætur í mýflugumynd

Í nýlegri rannsókn Hagdeildar ASÍ um þróun og skattbyrði launafólks 1998-2016 kemur fram að bótafjárhæðir hafa ekki haldið í við þróun launa eða verðlags og barnabætur í dag eru lítið meira en fátækrastyrkur. Á meðan fá allir foreldrar á Norðurlöndunum barnabætur óháð tekjum. Nánar má lesa um þetta mál á heimasíðu ASÍ.